Samráðsgátt Stakksbergs

Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík

Samráði lokið
04-07-2019 12:56 - 24-09-2019 23:59

Þegar kísilverksmiðjan í Helguvík verður í rekstri mun hávaði dreifast frá starfseminni sjálfri og hafnarstarfsemi tengdri verksmiðjunni. Í Helguvíkurhöfn verður hráefni til kísilvinnslunnar landað og framleiðsluafurðir lestaðar með tilheyrandi flutningum til og frá verksmiðjunni. Í verksmiðjunni eru uppsprettur hávaða margvíslegar, en hávaði frá þessum uppsprettum varir í mislangan tíma í senn, frá nokkrum klukkustundum upp í að vera stöðugur. 

Í frummatsskýrslu verður fjallað um niðurstöður mælinga Vinnueftirlitsins á grunnástandi og reiknilíkans af dreifingu hávaða frá verksmiðjustarfseminni. 

Hljóðmælingar og líkanreikningar sýna styrk hljóðs mældan í desíbelum (dB), sem er lógariþmískur mælikvarði. Dæmi um umhverfishljóð og hljóðstyrk þeirra í desibelum má sjá á mynd hér að neðan. Til að líkja betur eftir næmni mannseyrans er síaður burt hluti af lágtíðnihljóði og þá er talað um hljóðstyrk í dB(A). Heyrnarmörk manna liggja u.þ.b. á milli 0 dB(A) og 120 dB(A).


Mynd 1: Dæmi um umhverfishljóð og hljóðstyrk þeirra. 

Reglugerð um hávaða nr. 724/2008 hefur það markmið að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum af völdum hávaða af mannavöldum. Þar eru m.a. tilgreind viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða frá atvinnustarfsemi við húsvegg íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt starfsleyfi Stakksbergs er miðað hljóðstyrk við íbúðarhúsnæði á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum:
 • Dagur (kl. 07-19) 55 dB(A)
 • Kvöld (kl. 19-23) 55 dB(A)
 • Nótt (kl. 23-07) 40 dB(A)
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er að leiða í ljós hávaða sem berast mun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík með það að markmiði að meta áhrif hans á íbúa í Reykjanesbæ. Í því felst að: 
 • Greina hljóðvist í íbúabyggð Reykjanesbæjar næst kísilverksmiðjunni þegar hún er ekki í rekstri (grunnástand).
 • Greina uppsprettur hávaða í starfsemi kísilverksmiðjunnar og hljóðstig hverrar uppsprettu.
 • Gera útreikninga á dreifingu hávaða frá starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar miðað við átta vikna tímabil, sem samsvarar um það bil einni framleiðslulotu frá því að hráefni berst til verksmiðjunnar og þar til framleiðsluafurð er skilað um borð í skip til útflutnings. 
Útreikningarnir miðuðu við eftirfarandi útfærslu á kísilverksmiðjunni:
 • Endurbætt verksmiðja með einn ofn.
 • Verksmiðja með fjóra ofna og í fullri framleiðslu (100.000 tonna ársframleiðsla).
Dreifing á hljóðstigi frá verksmiðjunni er sett fram miðað við eftirfarandi sviðsmyndir:
 • Jafngildishljóðstig yfir dag og nótt.
 • Jafngildishljóðstig yfir nótt.
 • Hljóðstig við verstu skilyrði („versti dagur“), þegar allar mögulegar hljóðuppsprettur eru virkar innan dags.

Grunnástand

Árið 2016 gerði Vinnueftirlitið umhverfishljóðmælingar í nágrenni iðnaðarsvæðisins við Helguvík áður en framleiðsla kísilverksmiðjunnar hófst, sjá mynd 2
Mynd 2:  Hljóðmælistaðir Vinnueftirlitsins í júní 2016. Staður 11 er við næstu íbúabyggð, staður 12 við leikskóla og staður 13 við grunnskóla.

Hljóðstig við næstu íbúabyggð mældist 50,6 dB(A), 46,4 dB(A) við leikskóla og 42,3 dB(A) við grunnskóla.  Við íbúðarhús og leikskólann var bílaumferð allnokkur, 5 til 30 fólksbílar, en minni við grunnskólann.


Hávaði frá kísilverksmiðjunni

Niðurstöður útreikninga á dreifingu hávaða frá kísilverksmiðjunni í Helguvík sýna að í öllum tilfellum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna starfseminnar vel innan marka sem reglugerð setur, sjá töflu.


Tafla 1: Samantekt á reiknuðu hljóðstigi við íbúðarhús í Reykjanesbæ sem næst eru kísilverksmiðjunni í Helguvík að degi og kvöldi til (Lde) og nóttu til (Ln) miðað við einn eða fjóra ofna, fyrir lengra tímabil og versta dag. Til samanburðar eru viðmið í reglugerð um mesta hávaða við vegg íbúðarhúss.
    * dB(A): Mælieining fyrir hljóðstyrk, mælt í desíbelum með svonefndri A-síu sem líkir eftir næmi eyrans. 

Myndir hér að neðan sýna reiknaða dreifingu hávaða frá kísilverksmiðjunni í Helguvík miðað við „versta dag“, þ.e. þegar allar mögulegar hljóðuppsprettur eru virkar. Miðað er við að endurbætur hafi verið gerðar á núverandi verksmiðju og þegar hún hefur verið stækkuð í 100.000 tonna ársframleiðslu. Um er að ræða hljóðstig að degi og kvöldi til og um nótt. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir vindátt frá verksmiðju að íbúasvæðum í Reykjanesbæ og vindstyrk 5 m/s. Sýnd er dreifing þar sem hávaði er metinn yfir 55 dB, sem eru mörk hávaða í starfsleyfi verksmiðjunnar og reglugerðar um hávaða frá atvinnustarfsemi, við húsvegg íbúðarhúsnæðis á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum.  Hljóðdreifing við versta tilvik („versti dagur“) að degi og kvöldi til frá núverandi endurbættri verksmiðju (einn ofn), til vinstri, og kísilverksmiðju með 100.000 tonna ársframleiðslu (fjórir ofnar), til hægri. Á myndinni er hljóðstig við næstu íbúðarhús í Reykjanesbæ, sýnt með innrömmuðum tölugildum.


Hljóðdreifing við versta tilvik („versti dagur“) að nóttu til frá núverandi endurbættri verksmiðju (einn ofn), til vinstri, og kísilverksmiðju með 100.000 tonna ársframleiðslu (fjórir ofnar), til hægri.

Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður. Mælingar Vinnueftirlitsins, sem gerðar voru áður en starfsemi kísilverksmiðjunnar hófst árið 2016, benda til þess að umferð verði áfram megin uppspretta hávaða í byggð. Athugasemdir
22-09-2019 22:23

Ragnhildur L Guðmundsdóttir

Þó ekki verði mikill hávaði frá þessari verksmiðju þá er þetta eiturspúandi verksmiðja og mikil sjónmengun og ætti að jafna við jörðu ef bankinn tekur þetta ekki niður og selur.


14-09-2019 13:37

Stefanía Ágústa Pálsdóttir

Sem íbúi í Keflavík kæri ég og mín fjölskylda ekki um að slík mengunarstarfemi sé á lóðarmörkunum! Hræðileg staðsetning. Gríðarleg sjónmengun. Þetta er ekki boðlegt fyrir íbúa.

Best er að gleyma þessu og jafna þetta við jörðu og einbeita sér að einhverju sem er gagnlegra og jákvæðara fyrir umhverfið okkar allra!


01-08-2019 22:40

Hrönn Auður Gestsdóttir

Undirrituð sendir eftirfarandi athugasemdir sem sendir eru í alla þætti samráðs.

 

Það er nokkuð ljóst að það vantar nokkra þætti í þetta svokallað samráð, sem er mengun í bakgarðinum hjá íbúum Reykjanesbæjar, skert lífsgæði og vilji íbúa fyrir þessari verksmiðju.

En Stakksberg hefur valið sér eftirfarandi atriði sem íbúum Reykjanesbæjar gefst kostur til að fjalla um og mun ég ekkert fjalla sérstaklega um þau.

 

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

 

Þessi skrípaleikur gagnvart þessari verksmiðju er orðin að algjörri lönguvitleysu og nú er þessi svokallaða samráðsgátt sett fram, og ég spyr til hvers ?

Öll fyrirheit og fegurðarmyndir sem hafa verið settar fram hefur allt verið svikið og það virðist vera nóg með einu pennastriki að fá útlit bygginga breytt án þess að íbúar fái nokkuð að segja um það mál.

 

Bara það að Lífeyrissjóðirnir gerðust það djarfir að fjárfesta í þessum ófögnuði á sínum tíma, vinnubrögðin voru ekki betri en það að setja peninga okkar í starfsemi hjá manni sem var með skuldaslóðina á eftir sér, það hefði verið nóg að „googla“ manninn til að sjá að þetta væri galið að henda þessum peningum í þetta verkefni á sínum tíma.

 

Nýtt nafn á herlegheitunum en samt sami eigandi Arion banki, og þeir ætlar sér að gera betur en fyrri eigendur. Hvernig er hægt að skilja þetta þegar formaður Stakkbergs segir að fyrra umhverfismat hafi verið gert með „rassgatinu“ eins og hann kom að orði á kynningarfundi 21. nóvember 2018 og þetta umhverfismat var samþykkt af Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Verður þá ekki aftur gert með „rassgatinu“ nýtt umhverfismat ?

 

 

Staðsetningar á þessum tveimur verksmiðjum sem ætlaðar eru hér í Helguvík sem er rétt um kílómeter í fjarlægð frá íbúabyggð og hesthúsabyggð er allt of nálægt. Mengunin frá henni berst með ríkjandi vindáttum (norðanátt, norðaustanátt og norðnorð austanátt) er algjörlega óviðunandi og gengur ekki upp. Ef ég fann lyktina sem var ríkjandi reglulega hjá United Silicon og andaði því að mér, þá mun ég líka anda að mér lyktalausri mengun sem fyrirhuguð er.

 

 

Það er engin trygging fyrir því að þetta á að vera betra og ég er ekki tilbúin að fórna heilsu minni, fjölskyldu minnar og hrossunum mínum til að vera tilraunardýr fyrir stóriðju í bakgarðinum hjá mér. Held að sú tilraunarstarfsemi hafi toppað sig með öllum mistökum, lygum, slysum og lífskerðingu sem dundu yfir okkur íbúa sl. ár.

 

 

Það er talað um að Ísland eigi að taka þátt í Parísarsamningum varðandi loftlagsbreytinga í heiminum, ég tel klárlega að svona starfssemi sé einn af sökudólgum hvernig er að fara fyrir jörðinni okkar.

Þann 16. nóvember 2016 skrifaði Reykjanesbær undir samning Heilsueflingu til að stuðla að betri heilsu fyrir íbúa Reykjanesbæjar og þar má sjá eftirfarandi:

 " Heilsuefling, eins og orðið ber með sér, gengur út á það að efla almenna heilsu íbúa með því að fyrirbyggja sjúkdóma, stuðla að forvörnum og veita stuðning til lífstílsbreytinga. Heilsuefling tekur meðal annars til félagslegra, andlegra og umhverfislegra áhrifaþátta heilbrigðis og fólki gert kleyft að hafa aukin áhrif á heilsu sína til góðs"

 

Og hugsa sér að Arion banki stærir sig af samningi bindingu þeirra kolefnislosunar sem hlýst af stafsemi bankans !!  Þetta kísilver í eigu Arion banka mun brenna 120.000 tonnum af kolum árlega í fullum afköstum. 

 

Það er grátlegt að vita til þess að „sami aðili“ ( Stakkberg )  ætlar sér að eyða stórfé í að lappa upp á handónýta verksmiðju, en á sama tíma var Reykjanesbær hlunnfærður um 200 milljónir, fyrrverandi starfsmenn United Silicon um milljónir króna og ÍAV um 1.000 milljónir. Þetta eru viðskiptahættir og framkoma þessa eigenda og við eigum að treysta ykkur ?

 

Gerið okkur íbúum Reykjanesbæjar greiða með því að fjarlægja þessa verksmiðju úr bænum okkar, það verður aldrei sátt við íbúa með þennan rekstur.

 

Ég segi í burtu með þessa verksmiðju !!

 

Hrönn Auður Gestsdóttir

Íbúi í Reykjanesbæ

 

 

 

 

 


01-08-2019 20:52

Gunnhildur Þórðardóttir

Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík verður aldrei góð og ekki er hægt að treysta á upplýsingar sem fyrirtækið gefur upp um sjálft sig. Allar upplýsingar sem almenningur getur tekið alvarlega verður að koma frá hlutlausum aðilum. Ég vil ekki sjá þetta kísilver, hvorki í minni heimabyggð né annars staðar sama hvort það er lítil hávaðamengun eða eitthvað annað og er það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig. 


01-08-2019 18:11

Eydís Eyjólfsdóttir

Ég mótmæli eindregið því að Skipulagsstofnun geti krafið bæjaryfirvöld um að breyta skipulagi verksmiðju og aðlaga að stórfelldum mistökum í byggingu sem varð ,,óvart” of há og fögur fyrirheit um ,,bestu fáanlegu tækni” og ,,hverfandi mengun” stóðust engan veginn.

 

Ég hef fulla trú á því að bæjaryfirvöld taki heilsu og aðra hagsmuni bæjarbúa fram yfir misheppnaða tilraun til að reka þessa verksmiðju hér rétt við byggð og rýra þannig verðgildi húseigna og stuðla að fólksflutningum héðan.


Þessi verksmiðja skapar nú þegar þvílíka sjónmengun á okkar fallega Bergi og mótmæli ég allri frekari uppbyggingu og hvet til þess að það sem búið er að byggja þarna verði rifið og að þessum verksmiðjurekstri verði aldrei aftur komið í gang.

 

Virðingafyllst,

 

Reykjanesbær 1. ágúst 2019

Eydís Eyjólfsdóttir

Heiðarbóli 21

230 Reykjanesbær

kt. 050560-4659

 


30-07-2019 02:14

Hólmfríður Bjarnadóttir

Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.

Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.

Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.

Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.

Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:

- Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

- Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)

- Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.

- Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.

Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.


Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


29-07-2019 22:26

Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir

Tek undir með Andra Frey Stefánssyni. Vona að þessi eiturverksmiðja fari aldrei aftur í gang.


29-07-2019 18:30

Gunnar Felix Rúnarsson

Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.

Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.

Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.

Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.

Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:

- Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

- Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)

- Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.

- Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.

Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.


Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


29-07-2019 10:35

Gerður Sigurðardóttir

Sæl öll andstæðingar stóriðju í Helguvík. Ég vill endilega hvetja ykkur öll til að senda inn athugasemdir vegna samráðs Stakksbergs sem þeir ákváðu að setja inn þegar flestir eru í sumarfríi. Síðasti sjéns að senda þeim athugasemdir er til kl. 04:00 aðfararnótt föstudagsins 2. ágúst nk. Mæli því með að þið sendið inn athugasemdir í síðasta lagi á fimmtudagskvöld 1. ágúst nk. Ég var að senda mínar athugasemdir inn og er það í ritskoðun hjá þeim núna (sjá hér að neðan). Burt með kísilverið! Kv. Andri


Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.


Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.


Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:


1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.


2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.


3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.


Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.


Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.


Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.


Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:


- Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)


- Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)


- Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.


- Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)


- Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)


- Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)


Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.


1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.


Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.


2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.


Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.


3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.


Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.


Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.


Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.


Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


28-07-2019 18:17

Andri Freyr Stefánsson

Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.

 

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.

 

Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

 

Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.

Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.

 

Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.

 

Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:

-        Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)  

-        Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)

-        Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.

-        Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)

-        Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)

-        Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.

 

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.

 

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.

 

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.

 

Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.

 

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.

 

Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


19-07-2019 16:21

Ragnar Magnússon

Seinast þegar ég vissi var Helguvíkur svæðið iðnaðarsvæði og það verðum sið að sætta okkur við.

Ég ætla að vona að þessi verksmiðja verði gangsett sem fyrst og að álverið verði klárað líka.

Núna er staðan þannig að ferðamannaiðnaðurinn er að falla og það verða miklar uppsagnir hjá Isavia og fleirum sem koma að flugi og ferðamönnum alment.

Áfram með kýsilverið og klárum álverið!!!


08-07-2019 10:34

Ásdís Ólafsdóttir

Hvar eru loftgæðamælingarnar? Hvernig ætlar þessi stóriðja að bregðast við þegar loftgæðin versna? 

Hvernig er áætlað að verksmiðjan bregðist við aukinni brennisteinsoxíðsmengun í nærumhverfinu og í mólendinu umhverfis Helguvík? 

Hvernig er umhverfisvöktun háttað vegna loftmengunnar og jarðvegsmengunnar? Hver sér um þá vöktun? 

Hvernig er meðhöndlun á úrgangi frá verksmiðjunni?


Stakksberg – stakksberg@stakksberg.is