Samráðsgátt Stakksbergs

Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík

Samráði lokið
04-07-2019 12:56 - 02-08-2019 12:00

Þegar kísilverksmiðjan í Helguvík verður í rekstri mun hávaði dreifast frá starfseminni sjálfri og hafnarstarfsemi tengdri verksmiðjunni. Í Helguvíkurhöfn verður hráefni til kísilvinnslunnar landað og framleiðsluafurðir lestaðar með tilheyrandi flutningum til og frá verksmiðjunni. Í verksmiðjunni eru uppsprettur hávaða margvíslegar, en hávaði frá þessum uppsprettum varir í mislangan tíma í senn, frá nokkrum klukkustundum upp í að vera stöðugur. 

Í frummatsskýrslu verður fjallað um niðurstöður mælinga Vinnueftirlitsins á grunnástandi og reiknilíkans af dreifingu hávaða frá verksmiðjustarfseminni. 

Hljóðmælingar og líkanreikningar sýna styrk hljóðs mældan í desíbelum (dB), sem er lógariþmískur mælikvarði. Dæmi um umhverfishljóð og hljóðstyrk þeirra í desibelum má sjá á mynd hér að neðan. Til að líkja betur eftir næmni mannseyrans er síaður burt hluti af lágtíðnihljóði og þá er talað um hljóðstyrk í dB(A). Heyrnarmörk manna liggja u.þ.b. á milli 0 dB(A) og 120 dB(A).


Mynd 1: Dæmi um umhverfishljóð og hljóðstyrk þeirra. 

Reglugerð um hávaða nr. 724/2008 hefur það markmið að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum af völdum hávaða af mannavöldum. Þar eru m.a. tilgreind viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða frá atvinnustarfsemi við húsvegg íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt starfsleyfi Stakksbergs er miðað hljóðstyrk við íbúðarhúsnæði á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum:
 • Dagur (kl. 07-19) 55 dB(A)
 • Kvöld (kl. 19-23) 55 dB(A)
 • Nótt (kl. 23-07) 40 dB(A)
Tilgangur mats á umhverfisáhrifum er að leiða í ljós hávaða sem berast mun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík með það að markmiði að meta áhrif hans á íbúa í Reykjanesbæ. Í því felst að: 
 • Greina hljóðvist í íbúabyggð Reykjanesbæjar næst kísilverksmiðjunni þegar hún er ekki í rekstri (grunnástand).
 • Greina uppsprettur hávaða í starfsemi kísilverksmiðjunnar og hljóðstig hverrar uppsprettu.
 • Gera útreikninga á dreifingu hávaða frá starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar miðað við átta vikna tímabil, sem samsvarar um það bil einni framleiðslulotu frá því að hráefni berst til verksmiðjunnar og þar til framleiðsluafurð er skilað um borð í skip til útflutnings. 
Útreikningarnir miðuðu við eftirfarandi útfærslu á kísilverksmiðjunni:
 • Endurbætt verksmiðja með einn ofn.
 • Verksmiðja með fjóra ofna og í fullri framleiðslu (100.000 tonna ársframleiðsla).
Dreifing á hljóðstigi frá verksmiðjunni er sett fram miðað við eftirfarandi sviðsmyndir:
 • Jafngildishljóðstig yfir dag og nótt.
 • Jafngildishljóðstig yfir nótt.
 • Hljóðstig við verstu skilyrði („versti dagur“), þegar allar mögulegar hljóðuppsprettur eru virkar innan dags.

Grunnástand

Árið 2016 gerði Vinnueftirlitið umhverfishljóðmælingar í nágrenni iðnaðarsvæðisins við Helguvík áður en framleiðsla kísilverksmiðjunnar hófst, sjá mynd 2