Samráðsgátt Stakksbergs

Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík

Samráði lokið
04-07-2019 10:11 - 24-09-2019 23:59

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun segir að í frummatsskýrslu þurfi að leggja mat á áhrif kísilverksmiðjunnar á samfélagsþætti á borð við vinnumarkað og íbúaþróun á Suðurnesjum, og að þar verði sérstaklega fjallað um fjölda og tegund starfa sem kísilverið skapar með tilliti til vinnumarkaðarins á Suðurnesjum auk áhrifa á þróun fasteignaverðs. Í frummatsskýrslu verður því litið sérstaklega til þessara þátta. Hér eru sett fram helstu gögn sem lögð eru til grundavallar mats á þessum þáttum.

Vinnumarkaður og íbúaþróun

Atvinnuleysi hefur þróast með svipuðum hætti á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ og landinu öllu frá aldarmótum, en þó hafa sveiflurnar verið stærri þar en annarsstaðar. Atvinnulífið á svæðinu hefur í gegnum tíðina að nokkru leyti byggt á fáum stórum vinnustöðum þannig að sveiflur sem þeim tengjast geta haft mikil áhrif. Þannig hafði brotthvarf Varnarliðsins nokkur áhrif eins og mikill samdráttur í byggingariðnaði í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þrátt fyrir sveiflur í atvinnulífi hefur íbúafjöldi á svæðinu farið nokkuð stöðugt vaxandi frá aldarmótum, ef undanskilin eru tvö ár í kjölfar efnahagshrunsins þegar íbúum fækkaði á milli ára.


Mynd 1: Íbúafjöldi í Reykjanesbæ og Suðurnesjum miðað við 1. janúar hvers árs. Heimild: Hagstofa Íslands.

Eftir efnahagshrunið fór atvinnuleysi á Suðurnesjum, samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar, hæst í 13,2% árið 2010 en 14,7% í Reykjanesbæ árið 2009. Frá árinu 2013 leiddi hraður vöxtur í ferðaþjónustu til verulega aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli sem leiddi til mikillar fjölgunar starfa og fólksfjölgunar á svæðinu samhliða því. Samdráttur á Keflavíkurflugvelli á árinu 2019 hefur hins vegar leitt til hraðrar aukningar á atvinnuleysi. Til marks um það var fjöldi atvinnuleitenda á skrá hjá Vinnumálastofnun í Reykjanesbæ 318 í apríl 2018 en sú tala hafði rúmlega tvöfaldast ári síðar, í maí 2019, þegar 782 atvinnuleitendur voru á skrá í Reykjanesbæ og 984 samtals á Suðurnesjum. Til samanburðar þá voru flestir skráðir atvinnuleitendur á Reykjanesbæ á árunum eftir bankahrunið 1.156 að meðaltali á mánuði árið 2009 og 1.432 á Suðurnesjum öllum árið 2010. Fjöldi atvinnulausra á svæðinu í apríl 2019 er orðinn svipaður og hann var árið 2012. Skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ í maí 2019 var 6,6%. Þetta bendir til þess að atvinnulífið á Suðurnesjum sé viðkvæmt fyrir sveiflum í starfsemi á Keflavíkurflugvelli.


Mynd 2: Myndin sýnir annars vegar meðalhlutfall atvinnuleysis á landinu öllu, Suðurnesjum og Reykjanesbæ og hins vegar meðalfjölda atvinnulausra á mánuði í Reykjanesbæ fyrir hvert ár 2000 til 2018. Þá eru sömu tölur einnig fyrir maí 2019. Heimild: Vinnumálastofnun.

Bein störf

Miðað við rekstur eins ofns, 1. áfanga, er gert ráð fyrir á bilinu 70 til 80 beinum störfum í kísilverksmiðju Stakksbergs. Eins og sjá má í töflu 1 er gert ráð fyrir að fjöldi beinna starfa verði á bilinu 190 til 200 miðað við rekstur fjögurra ofna, 4. áfanga.Tafla 1: Áætlaður fjöldi starfa eftir áföngum. *Undir „Annað“ falla eftirfarandi störf: Fjármál, lager, rannsóknarstofa, öryggismál, umhverfismál og almenn skrifstofustörf.

Um er að ræða fjölbreytt störf fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Eins og sjá má á mynd 3 er gert ráð fyrir að flestir starfsmenn verði sérþjálfað framleiðslustarfsfólk. Einnig verður nokkuð hátt hlutfall starfa sem mun kalla á annars vegar háskólamenntun og hins vegar iðnmenntun.


Mynd 3: Myndin sýnir áætlaða hlutfallslega skiptingu starfsfólks út frá menntun og bakgrunni miðað við 1. áfanga, 1 ofn.

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar yfir atvinnuleysi í Reykjanesbæ fyrir apríl 2019, sjá mynd 4, eru 18% atvinnuleitenda með háskólamenntun, 11% með iðnmenntun, 11% með stúdentspróf og 52% með grunnskólapróf. Framboð starfa í verksmiðju Stakksbergs mun því falla vel að samsetningu atvinnulausra í Reykjanesbæ. 


Mynd 4: Menntun atvinnulausra í Reykjanesbæ. Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu atvinnulausra í Reykjanesbæ eftir menntun í apríl 2019. Heimild: Vinnumálastofnun.

Margfeldisáhrif

Þegar áhrif af starfsemi kísilverksmiðjunnar, og á síðari stigum mögulegri stækkun hennar, eru metin á vinnumarkað verður að hafa í huga væntanleg margfeldisáhrif. Metið hefur verið að fyrir hvert beint starf í kísilverksmiðju skapist tvö afleidd störf. Það má því gera ráð fyrir að afleidd störf vegna reksturs eins ofns verði á bilinu 140-160 og heildaráhrif verða því fjölgun starfa um á bilinu 210 til 240. 

Stakksberg mun kaupa fjölbreytta þjónustu af fyrirtækjum á svæðinu, og í nágrenni þess, fyrir um það bil 1 ma.kr. á ári. Stærsti þátturinn er aðkeypt þjónusta vegna viðhalds á húsnæði, búnaði og tækjum og mun það renna styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækja á svæðinu sem selja slíka þjónustu. Þá mun verksmiðjan kaupa þjónustu vegna reksturs mötuneytis og almennar ræstingar. Þá mun fyrirtækið kaupa vinnufatnað og þjónustu vegna viðhalds á honum. Þá er ótalinn allur annar almennur rekstrarkostnaður, svo sem rekstur upplýsingatæknikerfa, fjarskiptaþjónusta, ýmis aðföng og tryggingar. Að auki mun verksmiðjan kaupa fjölbreytta sérfræðiþjónustu, s.s. umhverfisvöktun, reikningshald og endurskoðun, lögfræðiþjónustu, námskeið fyrir starfsfólk, auk þess að greiða fyrir eftirlit. Samanlagt mun þetta auka umsvif í efnahagslífi svæðisins og styrkja grundvöll fyrir fjölbreytta þjónustustarfsemi.

Störf á framkvæmdatíma

Framkvæmdir við endurbætur á verksmiðjunni vegna 1. áfanga mun auka  framboð á störfum um 70-90 þegar mest verður. Búast má við að um helmingur starfsmanna komi frá sveitarfélögum á Reykjanesi og af höfuðborgarsvæðinu. Þessum framkvæmdum fylgir aukin spurn eftir íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ og nágrenni og tengdri þjónustu. Gert er ráð fyrir að vegna framkvæmda við áfanga 2 til 4 þurfi um 70-80 starfsmenn í eitt og hálft ár vegna hvers áfanga. Talið er að nægjanlegt framboð vinnuafls sé á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu til að reisa byggingar verksmiðjunnar. Vélbúnaðurinn verður settur upp af verktökum og sérþjálfuðu starfsfólki framleiðenda búnaðarins, en búnaðurinn verður hannaður og smíðaður erlendis og fluttur beint til Helguvíkur.

Fasteignaverð í Reykjanesbæ

Fasteignaverð frá árinu 2010 hefur þróast með svipuðum hætti í Reykjanesbæ og tveimur þéttbýliskjörnum í svipaðri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Selfossi. Þróunin er einnig svipuð og á Höfuðborgarsvæðinu þó að fasteignaverð þar sé nokkuð hærra en í Reykjanesbæ, sjá mynd 5.


Mynd 5: Fasteignaverð í Reykjanesbæ, Selfossi, Akranesi og Höfuðborgarsvæðinu. Myndin sýnir meðaltal fasteignaverðs á hvern fermeteter (fm) í krónum. Heimild: Þjóðskrá.

Eftir að fasteignamarkaður hafði náð sér eftir efnahagshrunið 2008 hækkaði fasteignaverð hægar í Reykjanesbæ en á hinum svæðunum sem tekin eru til samanburðar. Frá árinu 2016 kom hins vegar fram mikil hækkun á fasteignaverði í Reykjanesbæ, umfram það sem kom fram á Akranesi og Selfossi. Síðan þá hefur fasteignaverð verið hærra í Reykjanesbæ en í fyrrnefndum þéttbýliskjörnum.


Mynd 6: Þróun fasteignaverðs og íbúafjölda í Reykjanesbæ. Heimildir: Hagstofan og Þjóðskrá.

Hækkun fasteignaverðs helst í hendur við mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu frá árinu 2015, sjá mynd 6. Það bendir til þess að hröð fjölgun íbúa vegna aukinna umsvifa á svæðinu, sem birtist í litlu atvinnuleysi á tímabilinu, séu þeir þættir sem hafi mest áhrif á fasteignaverð, þ.e. að aukin eftirspurn og lítið atvinnuleysi ráði þar mestu.
Athugasemdir
22-09-2019 22:48

Ragnhildur L Guðmundsdóttir

Ég mótmæli algerlega þessari mengandi stóriðju við túnfótinn, kæri mig ekki um að heilsa mín sé sett á spilaborð misviturra fjármálaspekinga sem hugsa það eitt að græða auk þess sem eignir mínar rýrna við slíka verksmiðju. Þessi störf sem þarna ættu að koma, flestir útlendingar, líkt og "vel borguðu störfin á Bakka" eru ekki þau störf sem íbúar vilja. Ég hef engar áhyggjur af atvinnumálum hér og tel ekki þess virði að fórna heilsu og lífsgæðum fólks fyrir þessi störf. Hef trú á því að við getum fundið fleiri störf en þetta án þessarar verksmiðju. Suðurnesjamenn hafa áður staðið frammi fyrir atvinnumissi og náð að rétta úr kútnum og munum gera það nú sem áður og það án þessarar verksmiðju.


14-09-2019 13:40

Stefanía Ágústa Pálsdóttir

Sem íbúi í Keflavík kæri ég og mín fjölskylda ekki um að slík mengunarstarfemi sé á lóðarmörkunum! Með nýfætt barn árið 2017 var ekki hægt að fara út úr húsi í ákveðnum vindáttum. Hræðileg staðsetning. Gríðarleg sjónmengun. Þetta er ekki boðlegt fyrir íbúa.

Tel best að selja og flytja héðan ef þetta heldur áfram!

Best er að gleyma þessu og jafna þetta við jörðu og einbeita sér að einhverju sem er gagnlegra og jákvæðara fyrir umhverfið okkar allra!


11-09-2019 17:51

Gunnar Felix Rúnarsson


NEI takk ekki aftur og ekki 3 sinnum stærra ég gæti talið óteljandi galla þarf ekki nema að bjóða ykkur til Húsavíkur þá finnur maður alveg sama fnykinn og gerði okkur lífið óbærilegt hér í Reykjanesbæ. bærinn var reyndar lyktalaus vegna hagstæðara vindátta þegar ég var þar en hvalaskoðunin var með fnyk og hvalaskoðunar starfsmenn voru ekki hressir þegar fólk fór að kvarta yfir þessari lykt og tóku undir að það væri ansi oft þessi lykt frá bakka.

50 metra hár strompur til að dreifa efnum og lykt yfir stærra svæði hugnast mér ekki heldur.ef umhverfisstofnun ætlar að leyfa endurræsingu á þessari verksmiðju verða þeir bara að kaupa upp húsnæðið á svæðinu sem drefilíkanið sínir þá er hægt að fara úr bænum þetta á ekki heima í þéttbýli það er fullreynt hér.

Hér er minn heimabæ þar vil ég vera og finnst að við íbúarnir eigum að fá að njóta vafans læt þetta duga í bili kær kveðja 

Gunnar Felix RúnarssonSent úr Samsung Galaxy snjallsímanum mínum.

01-08-2019 21:15

Gunnhildur Þórðardóttir

Ég tek undir allar athugasemdir frá Andra og slík verksmiðja getur aldrei orðið í sátt við íbúa Reykjanesbæjar né annara hér á Suðurnesjum þar sem þetta mun einnig hafa áhrif á þá. Það þarf líka að vera skýrt að hagsmunir bæjarbúa verða að vera ofar hagsmunum stórfyrirtækja sem vilja einungis græða sem mest og þá verður það að sjálfsögðu á kostnað okkar íbúanna. Ég upplifði mikil óþægindi frá þessari verksmiðju árið 2017 og einnig börnin mín og aðrir sem ég þekki. Ég vil ekki vera tilraunadýr og neita að taka þátt í þessari hörmung. Ég mótmæli þessari verksmiðju og öllum áætlunum ykkar að reyna að standsetja hana á ný. Þessi hörmung mun valda miklum neikvæðum áhrifum á heilsu íbúa og hafa neikvæð áhrif á fasteignaverð.01-08-2019 20:51

Sigurður T Garðarsson


Það er aðeins eitt samráðs svar mögulegt, milli íbúa Reykjanesbæjar og Stakksbergs ehf - Arion banka.  Það felst í því að hætta öllum áformum um að hefja framleiðslu kísils aftur í Helguvík.


Brennsla þess kolamagns sem fyrirhugað er, er óásættanlegt svo nálægt íbúðabyggð (1000-2000m).  Engin lækkun er fyrirhuguð á útblæstri Brennisteinstvíildis (SO2) ef verksmiðjan verður gangsett aftur. Eituráhrif útblásturs brennisteinstvíildis og annara óþekktra eiturefna varð til þess að Umhverfisstofnun stöðvaði verksmiðjuna 2017.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni frá 2011 gætir heilsufarsáhrifa brennisteinstvíildis við mun lægri styrk en áður var haldið. Um er að ræða styrk sem er talsvert lægri en núgildandi mörk samkvæmt reglum Evrópusambandsins, sem íslensk mörk byggja á (úr skýrslu sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið / velferðarráðuneytið gáfu út: Hreint loft, betri heilsa í Apríl 2013).


Á Vísindavef HÍ 15 jan. 2015 var frá Umhverfisstofnun fjallað um Brennisteinstvíildi (SO2). Þar segir m.a.  “Brennisteinstvíildi hefur neikvæð áhrif á heilsu manna og hár styrkur brennisteinstvíildis getur hindrað öndun, ert augu, nef og háls, valdið köfnun, hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Einnig hefur það áhrif á öndun plantna, getur valdið drepi og vanlíðan dýra og valdið málmtæringu.”  Kvartanir íbúa til Umhverfisstofnunar voru nákvæmlega vegna fyrrnefndra eitur einkenna.  


Umhverfisstofnun hlýtur af fyrr greindum ástæðum að vera ómögulegt að samþykkja gangsetningu verksmiðjunnar á ný, að óbreyttum eitrunar forsendum og geri hún það verður öllum ljóst að eitthvað annað en umhverfisvernd fyrir íbúa Reykjanesbæjar ræður för.


01-08-2019 18:43

Elsa Björk Guðjónsdóttir

Ég hef verið á móti verksmiðjunni frá upphafi. Hvernig það fékkst leyfi til að byggja hana svona nálægt byggð er mér óskiljanlegt. 

Ég er sammála Andra Frey Stefáns.

Það er alveg nóg að krabbamein er algengara hér en annarsstaðar á landinu, líklega vegna FLE, en að fara að bæta öðru eitri við. 


01-08-2019 18:13

Eydís Eyjólfsdóttir

Ég mótmæli eindregið því að Skipulagsstofnun geti krafið bæjaryfirvöld um að breyta skipulagi verksmiðju og aðlaga að stórfelldum mistökum í byggingu sem varð ,,óvart” of há og fögur fyrirheit um ,,bestu fáanlegu tækni” og ,,hverfandi mengun” stóðust engan veginn.

 

Ég hef fulla trú á því að bæjaryfirvöld taki heilsu og aðra hagsmuni bæjarbúa fram yfir misheppnaða tilraun til að reka þessa verksmiðju hér rétt við byggð og rýra þannig verðgildi húseigna og stuðla að fólksflutningum héðan.


Þessi verksmiðja skapar nú þegar þvílíka sjónmengun á okkar fallega Bergi og mótmæli ég allri frekari uppbyggingu og hvet til þess að það sem búið er að byggja þarna verði rifið og að þessum verksmiðjurekstri verði aldrei aftur komið í gang.

 

Virðingafyllst,

 

Reykjanesbær 1. ágúst 2019

Eydís Eyjólfsdóttir

Heiðarbóli 21

230 Reykjanesbær

kt. 050560-4659

 


31-07-2019 13:54

Þórey Guðný Marinósdóttir

Þessi verksmiðja getur aldrei orðið í sátt við íbúa. Hagsmunir íbúa svæðisins þurfa að vera ofar hagsmunum stórfyrirtækja sem snúast eingöngu um að græða sem mest sama hvað og á kostnað þeirra sem hér búa.

Saga kísiliðnaðar á Íslandi er með þeim hætti að ég treysti þeim ekki til að standa við öll þau fögru fyrirheit sem nú eru sett fram til að reyna að slá ryki í augu íbúa. 

Ég sem íbúi Reykjanesbæjar hef upplifað óþægindin sem fylgdu fyrri tilraunum með kísilvinnslu í Helguvík og ég mótmæli öllum fyriráætlunum um gangsetningu kísilvera í Helguvík.


29-07-2019 22:27

Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir

Tek undir með Andra Frey Stefánssyni. Vona að þessi eiturverksmiðja fari aldrei aftur í gang.


29-07-2019 18:32

Gunnar Felix Rúnarsson

Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.

Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.

Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.

Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.

Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:

- Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

- Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)

- Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.

- Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)

- Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.

Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.


Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


29-07-2019 10:37

Gerður Sigurðardóttir


Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.


Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:


1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.


2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.


3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.


Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.


Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.


Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.


Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:


- Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)


- Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)


- Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.


- Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)


- Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)


- Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)


Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.


1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.


Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.


2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.


Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.


3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.


Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.


Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.


Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.


Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


28-07-2019 21:18

Karvel Granz

Ég undirritaður mótmæli harðlega að Kísilver í Helguvík verði endurræst hvort sem er í núverandi mynd eða lítilega breytt og byggi mótmæli mín út frá fyrri reynslu er ég tiltek hér.

1. Lyktarmengun og öndunarörðuleikar er ég og fjölskyldan mín þurftum að glíma við er verksmiðjan starfaði. Ég á við skerta lungmastarfsemi að stríða og get ekki tekið þátt í að vera notaður sem tilraunadýr upp á von og óvon um að betur takist til næst.
2. Sjónmengun, en verksmiðjan er augljóslega of nálægt byggð og ekki í takt við deiliskipulag. Tel að gera þurfi nýtt deiliskipulag þar sem svona starfsemi á ekki að liggja svo nærri byggð eða annari strarfsemi á þessu svæði en eftirspurn eftir lóðum í nánasta nágreni Kísilversins er engin nú.
3. Verðgildi á minni fasteign mun augljóslega falla ef Kísilverið verður endurræst með einum ofn, hvað þá með 4 ofnum.

Mótmæli mín byggja á fyrri reynslu og ótta um heilsu fjölskyldu minnar muni hraka aftur er Kísilver verð gangsett á ný en ég bý í þeim hluta Keflavíkurhverfis er næst liggur Kísilverinu.

Trúi ekki að umhverfisstofnun samþykki óbreytt umhverfismat þar sem allir vita að það sem var notað byggði á blekkingum.


28-07-2019 18:18

Andri Freyr Stefánsson

Athugasemdir þessar varða alla þætti samráðs og mun ég senda hana eins inn undir öllum þáttum.

 

Í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dags. 12. apríl sl. er Stakksberg Arion banka áminnt um það að eitt af markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum sé að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsstofnun taldi í ákvörðun sinni mikilvægt að unnið sé að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu um atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að, svo sem heilsu og verðmæti fasteigna.

 

Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um eftirfarandi atriði:

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

 

Ekki verður séð að framangreind atriði sem Stakksberg hafa valið að leita samráðs við íbúa um séu þau sömu atriði og áhyggjur íbúa beinast helst að og því nokkuð ljóst að Stakksberg getur ekki gert almennilega grein fyrir því gagnvart Skipulagsstofnun hvernig samráðsþættinum hefur verið sinnt í frummatsskýrslu um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast helst að.

Hvergi er fjallað um né leitað samráðs við íbúa vegna heilsufarslegra áhrifa, loftdreifingar/mengunar frá verksmiðjunni eða áhrifa á verðmæti fasteigna íbúa í samráðsgátt Stakksbergs.

 

Nú um áramótin 2018/2019 söfnuðu Andstæðingar Stóriðju í Helguvík 2.700 undirskriftum íbúa í Reykjanesbæ sem er um fjórðungur kosningabærra aðila á svæðinu þar sem krafist var þess að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar myndu láta fara fram íbúakosningu um það hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Umrædd undirskriftarsöfnun var metin ólögmæt af lögmanni Reykjanesbæjar og engin kosning fór fram. Umrædd undirskriftarsöfnun ætti þó að sýna öllum sem sitja við stóriðjuborðið að íbúar vilja kjósa um það hvort þessar kísilverksmiðjur eigi rétt á sér í bakgarði íbúa. Slík kosning þyrfti að fara fram. Niðurstaða slíkra kosninga ætti að skera úr um nauðsyn frekara samráðs framkvæmdaraðila kísilveranna við íbúa.

 

Það er mér rétt og skylt að tæpa á sögu samvinnu Stakksbergs hingað til:

-        Í lok júní 2018 voru drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju Stakksbergs auglýst í fjölmiðlum og óskað eftir athugasemdum fyrir 10. júlí 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)  

-        Í nóvember 2018 var boðað til íbúafundar með 1-2 daga fyrirvara, þ.e. sbr. frétt þann 19. nóvember 2018 á vef Viðskiptablaðsins og 20. nóvember 2018 á vefjum annarra fjölmiðla. (1-2 DAGA FYRIRVARI)

-        Íbúafundur fór fram 21. nóvember 2018.

-        Á sama tíma eða þann 20. nóvember 2018 birtist tillaga Stakksbergs að matsáætlun á vef Skipulagsstofnunar og á vef Verkís og þar var lægsti samnefnarinn valinn varðandi frest íbúa og annarra til að gera athugasemdir við matsáætlunina eða til 5. desember 2018. (2 VIKNA FYRIRVARI)

-        Frestur vegna tillögu að matsáætlun var síðan framlengdur af Skipulagsstofnun til 15. desember 2018 að beiðni íbúa en ekki að frumkvæði Stakksbergs eða Verkís. (2 VIKNA FYRIRVARI)

-        Nú er svo leitað samráðs frá 4. júlí til 2. ágúst 2019 þegar flestir eru í sumarfríi. (4 VIKNA FYRIRVARI UM HÁSUMAR)

Það verður fróðlegt að sjá hvað Stakksberg og Verkís hafa á teikniborðinu hjá sér gagnvart íbúum fyrir jólin 2019 eða hvort þeir gleðji okkur íbúa með því að minna ekki á sig á þeim tíma. Sagan virðist sýna að Stakksberg og Verkís líta á samráðsþáttinn sem pínlegt formsatriði fremur en lögbundið og mikilvægt. Það er engin samvinna falin í því að boða fundi með 1-2 daga fyrirvara og veita samráðsaðilum 2 vikna fresti um hásumar og fyrir jól til að skila inn athugasemdum. Allt þetta virðist vera gert til þess að fá sem fæsta til samráðs.

 

1: Hljóðvist kísilverksmiðju í Helguvík.

Það er alveg ljóst að allir dagar verða skilgreindir „verstu dagar“ fari verksmiðja Stakksbergs aftur í gang hvort sem um einn ofn eða fjóra ofna verði um að ræða. Eftirfarandi yfirlýsing Stakksbergs í þessum þætti: „Undir öllum kringumstæðum verður hávaði við íbúðarhús í Reykjanesbæ vegna kísilverksmiðjunnar í Helguvík vel innan marka sem sett eru í reglugerð um hávaða, jafnvel við verstu aðstæður“ þarfnast ítarlegrar skoðunar því þetta höfum við íbúar alveg séð og heyrt áður í tengslum við loftdreifingu o.fl. um að mengun sé vel innan marka laga og reglugerða, notast sé við bestu fáanlegu tækni o.fl. sem hefur engan vegin staðist. Það má ekki gleyma því að eigandinn sem nú stendur að framkvæmd við endurbætt kísilver Stakksberg og flestir þeir lífeyrissjóðir sem fjárfestu í misheppnuðu verkefninu á sínum tíma voru við stjórn kísilvers United Silicon frá vori 2017 fram að þroti United Silicon og gerðu þeir sumarið 2017 óbærilegt fyrir fjölda íbúa Reykjanesbæjar í nágrenninu þar til Umhverfisstofnun tók ákvörðun um endanlega stöðvun starfseminnar í lok ágúst 2017. Sagan má ekki og á ekki að endurtaka sig.

 

2: Samfélagsleg áhrif kísilverksmiðju í Helguvík.

Það eru nánast engar upplýsingar nýjar í þessum þætti og eiginlega ekkert sem ekki er hægt að útvega sér hjá opinberum aðilum fyrir utan háleit fyrirheit um fjölda starfa. Hér vantar algjörlega að fjalla um það hvernig kísilverksmiðja Stakksbergs mun hafa áhrif á fasteignaverð íbúa.

 

3: Ásýnd kísilverksmiðju í Helguvík.

Líkt og sannarlega segir í þessum þætti þá eru þessar samsettu ljósmyndir aldrei nákvæmlega eins og raunveruleikinn. Kísilver Stakksbergs með sinni 38 metra háu pökkunarstöð og 30 metra loftsíunarhúsi eru svo sannarlega ekki látlausar byggingar sem falla vel að umhverfinu eins og látið var í veðri vaka í tengslum við uppbyggingu United Silicon á sínum tíma. Póstkortsmyndirnar í þessum þætti eru langt frá þeim raunveruleika þegar maður ber kísilversskrímsli Stakksbergs augum. Þessi áætlaða ásýnd er hryllingur og gerir það að verkum að stóriðjan í Helguvík kísilver Stakksberg mun algjörlega tróna yfir bæinn með tveimur háum strompum. Stakksberg og aðrar fyrirhugaðar stóriðjur geta ekki deilt sama súrefninu og íbúar í 1-2 km fjarlægð og spúð í staðin gróðurhúsalofttegundum á heimsmælikvarða yfir íbúa í ríkjandi norðan vindáttum frá Helguvík yfir byggð.

 

Umhverfisstofnun svaraði fréttastofu Rúv fyrr á þessu ári á þá leið að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi myndi aukast um rúm 10% ef starfsemi Stakksbergs hefjist á ný. Þessi % fer örugglega nærri fylgi Sjálfstæðisflokksins miðað við niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga hefji Thorsil starfsemi líka. Á sama tíma hafa stjórnvöld hér á landi sett það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, innan marka Parísarsamkomulagsins um 40% árið 2030 við það sem hún var árið 1990. Losun stóriðjunnar fellur undir evrópskt viðskiptakerfi um losunarheimildir og er stefnt að því að heildarlosunin innan kerfisins hafi minnkað um 43% árið 2030, miðað við það sem hún var árið 1990. Það væri áhugavert að vita hvað Stakksberg hefur í hyggju að gera til að aðstoða stjórnvöld til að mæta þessum alþjóðlegu skuldbindingum.

 

Kísilver brenna kolum í stórum stíl og verði Stakksberg í fullum afköstum mun sú verksmiðja brenna 120.000 tonnum af kolum árlega og Thorsil 195.000 tonnum af kolum árlega. Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd, m.a. CO2 (koldíoxíð) og SO2 (brennisteinstvíoxíð). Fyrir hvert 1 tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af CO2 fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Stakksbergs og Thorsil verður ef allt fer í full afköst yfir 2.000 tonn á sólarhring! Það yrði fróðlegt að vita hvað Stakksberg þyrfti að gróðursetja mörg tré vegna bindingar þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi þess fari þeir í gang en fyrirtæki í landinu hafa einmitt verið hvött til þess, m.a. af eiganda Stakksbergs. Einhversstaðar sá ég skrifað að SO2 losun Stakksbergs og Thorsil yrði meiri en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag og það hér staðbundið í 1-2 km fjarlægð frá byggð.

 

Ég sé ekkert jákvætt við endurbætta kísilverksmiðju Stakksbergs og finnst samstarfið hingað til litað af hroka, yfirgangi og illa tímasettum samráðstímabilum. Besta niðurstaðan væri fyrir Stakksberg að skoða núll kostinn sem Umhverfisstofnun hefur bent á og skoða það enn alvarlegar en áður að hætta að henda nýjum peningum á eftir þeim ónýtu. Þá þarf Stakksberg sem og aðrir sem sitja við stóriðjuborðið að huga að því hvort Reykjanesbær eigi að vera frægastur sveitarfélaga á norðurhveli jarðar meðal þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við fyrir að menga mest. Ég kýs góð lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar framyfir ófullkomnar kolabrennandi kísilverksmiðjur í 1-2 km fjarlægð frá byggð og vona innilega að þetta verkefni fái farsælan endi.


28-07-2019 12:48

Ástríður H Sigurðardóttir

Staðsetning kísilverksmiðjunnar í Helguvík er með ólíkindum. Þeir sem búa nyrst í bænum eru með hana bókstaflega inni í stofu hjá sér, við rúmgaflinn hjá sér. Hún er ansi langt frá því sem hún var kynnt í upphafi, þá átti hún að vera miklu minni og algjörlega lyktarlaus. Ískaldur veruleikinn varð allt annar. Þegar á reyndi, fengu bæjarbúar yfir sig stórt skrímsli, sem spúði illa þefjandi lykt yfir bæjarfélagið, lykt sem hafði verulega slæm áhrif á þá sem áttu við öndunarerfiðleika að stríða, eins og astma og önnur öndunarvandamál. Ég er ein þeirra sem á við öndunrvandamál að etja og það er ekkert grín. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum eða getum valið um. Þegar reyklyktar ,,slysin" áttu sér stað, urðu ég og fleiri, að loka okkur inni, loka öllum gluggum og þegar sólin skein, var ólíft inni sökum hita, svo draga varð fyrir alla glugga og halda sig skuggamegin í húsinu. Hvaða líf er það að þurfa að búa við þessar aðstæður. Margir þurftu að leita aðstoðar á Heilsugæslustöð Suðurnesja vegna öndunarvandamála. Þeir sem stjórna þessari starfsemi, eigendur kísilverksmiðjunnar og stjórnendur Arionbanka, búa ekki nálægt verksmiðjunni, þurfa aldrei að búa við þessa afarkosti og geta ekki sett sig í spor þeirra sem til þess eru neyddir. Að hafa slíka verksmiðju inni á gafli hjá sér er ekki líðandi, auk þess sem nyrst í bænum eru líka leikskóli og grunnskól. Þykir það boðlegt fyrir börnin, minnstu og yngstu einstaklinga sveitarfélagsins að þurfa að anda að sér þessari skelfilegu ólykt sem verksmiðjan gefur frá sér.

Verksmiðjan á Húsavík átti aldeilis að vera allt annað, þar átti ekki að vera nein lyktarmengun, ekkert ,,óvænt" að koma uppá og ótal rök færð fyrir því. Annað kom á daginn og þar hefur ýmislegt gengið á afturfótunum, ekki síður en í Helguvík. Verksmiðjan í Helguvík átti líka að bjarga atvinnumálum hér á Suðurnesjum, en hvað kom á daginn, þarna unnu að mestu erlendir starfsmenn, við bág kjör og slæman aðbúnað, eftir því sem fram kom í fréttum. Þarna, eins og víða annars staðar, nýttu forsvarsmenn fyrirtækisins sér neyð erlends starfsfólk og þeirra er skömmin mikil.

Ef þessi verksmiðja kemst á koppinn aftur, er ég hrædd um að óbúandi verði hér fyrir ansi marga einstaklinga sem sjái sig tilneydda til að flytja burt úr bæjarfélaginu.


27-07-2019 18:14

Karl Einar Óskarsson

Hef lengi verið hugsandi yfir þessari verksmiðju. En eftir ferð mína til Húsavíkur um daginn þar sem er silicon verksmiðja sem litið er til, en þaðan barst þessi ógeðslega lyktarmengun sem var af verksmiðjunni í Helguvík. Það er galið að ætla að fórna heilsu íbúa fyrir hagnað banka sem afskrifað hefur miljarða óreiðumanna með bros á vör. Ég segi nei við þessari verksmiðju á þeim forsendum að það er galið að ætla að brenna meira af kolum í kolalausu landi en við gerðum þegar við hituðum og keyrðum skipin okkar á kolum. Kol eru mest mengandi orkugjafi sem til er. Og ekki síst þar sem Stakksberg ætlar sér ekki að borga skuld sína við Reykjanesbæ fyrr en verksmiðjan verur komin í fullan rekstur eins og kom fram á íbúafundi í Stapa. Er ekki fullur rekstur 4 ofnar. Það segir okkur að þessi skuld verður aldrei greidd. 


21-07-2019 08:27

Ragnar Þ Þóroddsson

Mjög gott mál. Þarf að auka fjölbreytni atvinnulífs í Reykjanesbæ og á suðurnesjum yfirhöfuð, sérstaklega núna eftir að WOW -air fór á hausinn. Kísillinn er mjög nauðsynlegur í framleiðslu á sólarsellum en sólarsellur eru nauðsynlegar til að draga úr mengun á heimsvísu. Þetta er eina góða verkefnið sem Arion banki kemur að nú um stundir. Áfram Stakkberg.  Raganr Þ. Þóroddsson.


15-07-2019 22:04

Lowana Compton Veal

Þó það er alltaf sagt að nánast allir sem mun vinna í kísilver eru íslendingar sem búa í nágrenni, þetta er ekki satt. Margir, ef ekki flestir, sem unnu í kísilver United Silicon voru útlendingar. Og þó að fólk sem vann á flugvelli hefur misst starf sitt þegar WOW fór í þrótt, það er engin leið til að sjá fyrir að akkúrat þetta fólk mun ákveða að vinna í kísilverinu í stað. Auk þess mun fleira starf opnast aftur á flugvellinum ef/ þegar WAB og hið nýtt flugfélag byrjar starfsemi.


11-07-2019 12:35

Ellert Grétarsson

Arion banki/Stakksbergi ætti að vera fullkunnungt um að stór hluti bæjarbúa kærir sig ekki um þessa verksmiðju. Það er því kaldhæðinsmegt að opna samráðsgátt eins og bæjarbúar vilji eitthvað hafa samráð um að opna þennan ófögnuð á nýjan leik. Það er langur vegur frá því. Bæjarbúar kæra sig ekki um neitt samráð. Þeir vilja þessa verksmiðju endanlega í burtu enda illa brenndir af þessu verksmiðjubrölti andskotans.

Á sama tíma og Arion banki/Stakksberg ætlar að fegra þennan ósóma með nýju umhverfismati, verða íbúar Reykjanesbæjar vitni að vandræðaganginum hjá PCC á Bakka. Þar eru regluleg ofnstopp, stífluð reykhreinsivirki og annar vandræðagangur sem er eins og endurtekning á hörmungasögu United Silicon í Helguvík. Samt lofaði PCC öllu fögru. Þeir ætluðu sko að gera þetta allt öðruvísi og læra af reynslunni í Helguvík. Það gekk ekki betur en raun ber vitni.

Og nú kemur Arionbanki/Stakksberg með stagbætt umhverfismat að nýju drullumixi í Helguvík þar sem allt á að vera endurbætt og betur unnið en áður. Í ljósi ofansögðu geta bæjarbúar bara ekki treyst slíkum pappírum. Þeir vilja ekki taka sénsinn á nýjan leik í ljósi fyrri hörmungareynslu.
En Arionbanki ætlar að droða drullumixuðu umhverfismatinu ofan í kokið á bæjarbúum og nauðga þessu verksmiðjuskrímsli inn á þá á nýjan leik, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þetta snýst jú um að bjarga milljörðunum sem Arion banki setti í þetta. Þetta snýst ekki um heilsu og velferð bæjarbúa, Arionbanka er drullusama enda ekki einu sinni með útibú í bæjarfélaginu. Nei, þetta snýst um að bjarga milljörðunum á kostnað heilsu og velferð bæjarbúa.
Eina alvöru samráðið sem þið gætuð haft við bæjarbúa er að fjarlægja þessa verksmiðju. Hún verður aldrei opnuð og rekin í friði og sátt við bæjarbúa. Aldrei.


08-07-2019 13:32

Ásdís Ólafsdóttir

Hefur verið gerð könnun á því meðal þeirra einstaklinga í Reykjanesbæ sem eru í atvinnuleit um það hvort þeir kæri sig um að starfa í þessari verksmiðju? Ef já, gætum við fengið að sjá svörunina úr þeirri könnun? 


07-07-2019 17:35

Magnea Ólafsdóttir

Hér gleymist að minnast á heilsufarsþáttinn sem hefur ítrekað komið fram á meðan verksmiðjan var í gangi og þar til UST lét loka verksmiðjunni árið 2017. Íbúar Rnb. fundu vel fyrir stækjunni sem þessari starfssemi fylgdi og var hvorki hægt að hengja út þvott, né hafa glugga opna á meðan hún var í gangi. Margir íbúar þurftu að leita á heilsugæsluna vegna óþæginda í augum og öndunarvegi og sérstaklega þeir sem voru viðkvæmir fyrir sökum astma og annarra sjúkdóma. Meira að segja gátu leikskólabörn ekki leikið sér úti við þegar stækjan lagðist yfir bæinn og allra síst börn á leikskólum sem eru í beinni sjónlínu við verksmiðjuna þar sem fjarlægðin í loftlínu er varla meiri en 400 m. Ferfætlingar fundu líka fyrir þessari mengun en hesthúsbyggð Mána stendur mjög nærri þessari verksmiðju og meira segja bar á auknum, óútskýrðum hrossadauða um tíma á meðan verksmiðjan var í gangi.

Hvað varðar samfélagsleg áhrif er snúa að atvinnuuppbyggingu í Rnb., þá unnu þarna mestmegnis útlendingar við slæmar og hættulegar aðstæður.  

Uppskriftin af þessum samfélagsáhrifum er því afar einföld: Erlent vinnuafl og bág kjör, arðgreiðslur til eigenda og pengingar beggja hópa sendir úr landi - eða með öðrum orðum: GRÆÐGISVÆÐING í boði peningaafla á Íslandi. Hver er þá ágóðinn fyrir samfélagið Reykjanesbæ?


07-07-2019 17:24

Elísabet Rakel Sigurðardóttir

Í fyrsta skipti sem ég fann fnykinn úr Helguvík hélt ég að það væri einhver að brenna skaðleg efni, að kannski væri kviknað í einhverri verksmiðju og að eitthvað stórhættulegt væri að berast út í andrúmsloftið. Þetta var þvílíkt megn stækja að ég fékk sviða í kokið og þetta á bara að vera allt í lagi eða hvað? 


Íbúar á svæðinu vilja ekki þessa framleiðslu hér og það er af góðri ástæðu. Her vil ég búa áfram en ég er eflaust ekki ein um að íhuga brottflutning ef verksmiðjan opnar aftur. 


07-07-2019 11:47

Eygló Anna Tómasdóttir

Hvergi er minnst á heilsu okkar. Þessi verksmiðja fer ekki upp, easy!07-07-2019 11:43

Ólöf Jónsdóttir

Nei takk.


07-07-2019 00:54

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir

Markmið ykkar er að kísilverið stækki og að reist verði ný mannvirki á lóð verksmiðjunnar. Það er glapræði að ætla sér að auka við byggingar eða halda áfram með starfsemi kísilverksmiðju í Helguvík. Það sýnir algert skeytingarleysi gagnvart vilja okkar íbúa í Reykjanesbæ. Flest allir ef ekki allir bæjarbúar hafa  fengið sig fullsadda af þeirri tilraunastarfsemi, vandræðagangi og verulega skertu lífsgæðum sem hefur fylgt þessum eina ofni sem starfræktur var í Helguvík.

Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 1998 nr. 7 12. segir í fyrstu grein að  markmið  lagana er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Í ljósi þessara laga eiga íbúar í Reykjanesbæ ekki að vera tilraunadýr hvað mengun varðar. Vegna þess að  ,,Besta fáanlega tækni“ í mengunarvörnum eru ekki sannfærandi vegna eins og reynslan hefur sýnt okkur. Pokasíur eru ekki að gera sitt gagn eins og sannaðist síðast og ekki er fjallað um vothreinsibúnaður sem mengurnarbúnaður sem Stakksberg ætlar að nota í Helguvík.

Þá er spurningin sú ef áfram verður haldið með kísilverið í Helguvík hvort það  verður búandi í Reykjanesbæ? Verður fólksflótti úr Reykjanesbæ? Verða eignir íbúa verðlausar? Þetta eru spurningar sem við íbúar í Reykjanesbæ eru að velta fyrir okkur. Með öllum þeim viðhaldsstoppum og fleiri óviðráðanlegum uppákomum þá verður mengun yfir bænum gífurleg. Það er alveg borðleggjandi. Við getum ekki talist til heilsusamfélags né kallast umhverfisvæn bær með kísilver í túnfætinum sem kemur til með að brenna mörg hundruð þúsund tonnum af kolum, tréflísum og kvarsi með tilheyrandi mengun og kolaryki.

Í ljósi þess alls sem er talið upp hér að ofan eru þið hjá Arion banka sáttir við að fjárfesta í þessari mengandi verksmiðju sem engu hefur skilað til ykkar nema enn meiri útgjöldum en engum hagnaði.  Það er bara með ólíkindum í mínum huga að Stakksberg í umboði Arionbanka skuli halda þessu máli til streitu á árinu 2019. Vegna þess að allur heimurinn er að reina að draga úr mengun með því að sporna við losun mengandi lofttegunda út í andrúmsloftið til að minnka kolefnissporið sitt. Þið ættuð frekar að viðurkenna mistök ykkar í þessu stóriðju brölti og heita þess að gera þau ekki aftur.06-07-2019 12:29

Ragnhildur L Guðmundsdóttir

Ég undirrituð mótmæli því harðlega að fyrirtækið/bankinn haldi því tilstreitu að standsetja frekar þessa mengandi verksmiðju í Helguvík. Verksmiðjan mun ALDREI verða mengunarlaus og fúnkera 100% frekar en áður og frekar en verksmiðjan á BAKKA sem átti að vera miklu betri en þessi í Helguvík, en sú hefur ítrekað bilað þrátt fyrir “ nýjustu og bestu græjurnar“.

Þegar verksmiðjan í Helguvík var í gangi þá þurfti ég að leita til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna mikilla ertinga í öndunarfærum. Læknirinn sem skoðaði tók sýni og skoðaði mjög vel og sagði að þessi óþægindi mætti vel reka til verksmiðjunnar, hann gat séð við skoðun ertingasvæðið en gat ekki fundið aðra skýringu en mengunina frá verksmiðjunni. Læknirinn sagðist mundi skrá þetta niður og setja á borð lækningaforstjóra.

Ég er hjarta- og kransæðasjúklingur og viðkvæm fyrir allri mengun í kringum mig. Húsið mitt sem var einnig æskuheimili mitt er á Melteig sem er við jaðar þess loftgæðishring sem UnSil hafði verið búinn að ákvarða og það út frá röngu líkani. Eignir okkar munu missa verðmat sitt við það að fá svona verksmiðju í túnfótinn og er algerlega óboðlegt, íbúar eiga ekki að þola líkamleg né efnahagsleg óþægindi vegna græðgi annarra sem leyfa sér hvað sem er án nokkurrar ígrundunar hvaða afleiðingar aðgerðir þeirra leiða af sér.

Það er algerlega ljóst í mínum huga að þessi verksmiðja mun aldrei verða til friðs, er á viðkvæmum stað gagnvart íbúum og alveg sama hvaða breytingar fyrirtækið hyggst gera eða ekki gera þá mun ég ALDREI SAMÞYKKJA slíka verksmiðju og mun gera allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir þessa verkmiðju. Flytjið hana annað eða seljið úr landi.


05-07-2019 21:41

Hannes Friðriksson

Hér er einungis fjallað um krónur, aura og íbúaþróun en hvergi fjallað um þann lið sem hvað mest hefur verið í umræðunni þ.e heilsu íbúa í bæjarfélaginu þegar verksmiðjan byrjar á ný að spúa þusundum tonna af útblæstri út í andrúmsloftið, hvað þá heldur á hvern hátt slík verksmiðja mun hafa áhrif á þann vanda sem heimurinn allur og unga fólkið hefur áhyggjur af þ.e loftlagsvandinn. Hér þýðir ekki að koma með einhver afbökuð svör um losunarheimildir sem sem greitt verði fyrir, heldur verður fyrirtækið að sýna samfélaglega ábyrgð. Sú ábyrgð felst ekki í því að lágmarka tap banka með sölu rekstrarins til óþekktra erlendra aðila, heldur hlýtur sú ábyrgð fyrst og fremst að felast í því að viðurkenna staðreyndir eins og til að mynda þá að í áranna rás mun slík verksmiðja spúa milljónum tonna af efnum sem fara illa og jafnvel eyðleggja þá auðlind sem hreinloft og heilbrigður lofthjúpur er. Áhrif slíks rekstrar er öllu óheilbrigð. Það er með ólíkindum að Stakksberg í umboði Arionbanka skuli halda þessu máli til streitu á árinu 2019, þegar öllum er ljóst hver áhrifin af slíkum rekstri er. 


Stakksberg – stakksberg@stakksberg.is